SKILMÁLAR
1. Höfundarréttur
1.1. Allur höfundaréttur að ljósmyndum er í eigu Unnar Magna Iðnmeistara í ljósmyndun.
Copyright © Unnur Magna Photography.
1.2. Um höfundarrétt ljósmyndara gilda höfundarréttarlög nr. 73/1972.
1.3. Afhending ljósmynda til viðskiptavinar felur lögum samkvæmt ekki í sér framsal á höfundarrétti ljósmyndara né veitir hún heimild til breytinga á ljósmyndum.
2. Meðferð viðskiptavinar á ljósmyndum
2.1. Allar myndir sem settar eru á internetið verða að vera í réttri upplausn fyrir vef, í réttum hlutföllum og merktar ljósmyndara.
2.2. Það má ekki breyta ljósmyndum á neinn hátt, klippa þær til, taka vatnsmerki af eða setja “filter” á þær t.d. á Instagram eða með öðrum sambærilegum snjallsímaforritum.
2.3. Óheimilt er að nota myndirnar til auglýsinga eða annarrar birtingar án þess að fá leyfi hjá ljósmyndara.
3. Meðhöndlun ljósmyndara á ljósmyndum
3.1. Ljósmyndari skilar öllum myndum í lit og svarthvítu þegar um minni tökur er að ræða, sé um að ræða brúðkaup þá er bestu myndunum skilað á þann hátt en myndum úr undirbúning og veislu ýmist skilað annað hvort í lit eða svarthvítu.
3.2. Viðskiptavinur fær undir engum kringumstæðum afhentar allar þær ljósmyndir sem ljósmyndari tekur í viðkomandi myndatöku.
3.3. Það er ekki hægt að fá óunnar myndir eða hráfæla í fullri upplausn.
3.4. Ljósmyndari varðveitir unnar myndir í 2 ár til öryggis fyrir viðskiptavin. Eftir það er varðveisla ljósmynda alfarið á ábyrgð viðskiptavinar.
3.5. Ljósmyndari varðveitir óunnar myndir í 2 mánuði, eftir þann tíma er ekki hægt að velja fleiri myndir.
3.6. Ljósmyndari áskilur sér rétt til þess að birta myndir úr tökum á sínum miðlum, nema um annað hafi verið samið.
4. Greiðsla og afhending
4.1. Greiðsla fyrir hverja myndatöku skal fara fram strax að myndatöku lokinni.
4.2. Ljósmyndir eru ekki afhentar að fullu fyrr en öll greiðsla hefur borist.
4.3. Ljósmyndirnar eru í öllum tilfellum afhendar á lokað vefsvæði til niðurhals þegar umsamin greiðsla hefur borist. Nauðsynlegt er að niðurhala myndum af vefsvæði í gegnum tölvu, ekki í síma eða spjaldtölvu.
4.3. Verðskráin getur breyst hvenær sem er, oftast árlega. Eftir að myndataka hefur verið bókuð gildir það verð sem verðskrá ljósmyndara sagði til um þegar tíminn var bókaður.
Virðingarfyllst
UNNUR MAGNA
Iðnmeistari í Ljósmyndun.